appelsínugult myrkur - una torfa lyrics
[verse 1]
ég þori ekki alveg heim
ekki strax
ef að ég fer inn
og loka á eftir mér er óvíst að
nóttin haldi sínu striki
[verse 2]
vindinn gæti lægt
það gæti stytt upp
það gæti komið dagur
ef ég fylgist ekki mjög vel með
það gæti gerst á augnabliki
[chorus]
það er þung þögn og vindur
appelsínugult myrkur
í fimmta hverju spori sést ég
dansa í pollum af ljósum
baða út höndum og fótum
ég er lélegur dansari
en ágætis skemmtun
[verse 3]
veistu það ég sver
ég er alveg viss
rigning hefur aldrei áður
fallið svona fallega
hvenær lærði vatn að fljúga?
[chorus]
það er þung þögn og vindur
appelsínugult myrkur
í fimmta hverju spori sést ég
dansa í pollum af ljósum
baða út höndum og fótum
ég er lélegur dansari
en ágætis skemmtun
[verse 4]
ég ætla aldrei heim
ég verð hér
því ef ég fer mun nóttin hætta að
vera svona heillandi
það gæti gerst á augnabliki
[chorus]
það er þung þögn og vindur
appelsínugult myrkur
í fimmta hverju spori sést ég
dansa í pollum af ljósum
baða út höndum og fótum
ég er lélеgur dansari
en ágætis skemmtun
[chorus]
það er þung þögn og vindur
appelsínugult myrkur
í fimmta hvеrju spori sést ég
dansa í pollum af ljósum
baða út höndum og fótum
ég er lélegur dansari
en ágætis skemmtun
Random Song Lyrics :
- tou mikrou voria - στέφανος κορκολής (stefanos korkolis) lyrics
- theme for forgotten mascot - cori&her lyrics
- iurlover - halixon, qmiflow lyrics
- il est le seul - corinne simon lyrics
- mask off - moementum lyrics
- eggtrip - protiva lyrics
- fire rages on - mark eva & rwnd lyrics
- hurt me! - seriyouse lyrics
- got me a model (radio edit) - r.l. lyrics
- my money's on you - calvin russel lyrics