lirikcinta.com
a b c d e f g h i j k l m n o p q r s t u v w x y z 0 1 2 3 4 5 6 7 8 9 #

dansa - svavar knútur lyrics

Loading...

bráðum kemur betri tíð
með blóm í haga og bleikar kýr
sem dansa fram á nótt

við skulum vera góð og blíð
því senn líður að sláturtíð
og dansa, það verður dansað

dansa, hvað er betra en að dansa?

vetrarnóttin köld og dimm
en bráðum læðist sólin inn
og dansar fram á nótt

þá hverfa ljótar hugsanir
og hörfa allir skuggarnir
og dansa, þeir munu dansa

dansa, hvað er betra en að dansa?

allt sem hvarf og allt sem dó
mun bráðum hulið undir snjó
sem dansar fram á nótt

allar sorgir, öll mín eymd
mun bráðum verða grafin gleymd
og dansa, við munum dansa

dansa, hvað er betra en að dansa

Random Song Lyrics :

Popular

Loading...