lirikcinta.com
a b c d e f g h i j k l m n o p q r s t u v w x y z 0 1 2 3 4 5 6 7 8 9 #

ásgarður - skálmöld lyrics

Loading...

einherjar streyma frá iðavelli
enginn gaf líf sitt við leikinn í dag
flétta í dróttkvætt og fornyrðislag
fimlegar vísur um gnipah-lli

þurrka af sverðunum bleksvart blóðið
brynjunum kasta í drekkingarhyl
hreinsa og strjúka og hrista svo til
hungraðir allir, svo inn þeim bjóðið

glaumurinn berst yfir gang til okkar
goðin þar sitja og drekka sinn mjöð
yggdrasils skýla þér bolur og blöð
bardagaherir og stórir flokkar

þagnaðu, anginn og þægur vertu
þú ert af ása og konungaætt
fátt er þar úti sem fær okkur hrætt
freyja þín gætir svo hólpinn ertu

ef ég þessu ljóði lyki
líklega við heyrðum köll:
horfir hann frá breiðabliki
baldur, yfir okkur öll

valhallar blæs til vindurinn
veinandi hvæs og brestir
heimdallur læsir hingað inn
hér sofa æsir mestir

hér sofa æsir mestir!

sofðu nú lengi og sofðu vel
sængin er dýrasti dúkur
– geymi þig óðinn og gleymd sé hel –
gullsleginn svæfillinn mjúkur

fegurðin, gáfur og þokki þinn
þykja mér feykinæg borgun
vættirnar geymi þig, vinur minn
við sjáumst aftur á morgun

Random Song Lyrics :

Popular

Loading...