bílalest út úr bænum - moses hightower lyrics
í borginni standa göturnar hálfauðar
og ráðhúsið það húkir hnípið
alltof stórt en pasturslítið
endurnar sjálfdauðar
og bæjarstarfsmenn læðast þöglir um í keng
og helgarfeður teyma helgarbörn í spreng
er ekki kominn tími á að bregða sér frá
gefa sér tíma og hræra í smá
bílalest út úr bænum
– héðan í einum grænum?
er ekki kominn tími á að bregða sér frá
fara og reyna að slaka aðeins á
í bílalest út úr bænum
– með blakandi tungu í blænum?
við þjóðveginn standa kindurnar lifaðar
þær mæna brostnum bænaraugum
líkar skýjum eða draugum
ætli þær vilji far?
og um í sólskininu sveima flugurnar
þær leggja kollhúfur og bjóða góðan dag
er ekki kominn tími á að bregða sér frá
gefa sér tíma og hræra í smá
bílalest út úr bænum
– með blakandi tungu í blænum?
er ekki kominn tími á að bregða sér frá
fara og reyna að slaka aðeins á
á hóflegum hraða ég vil fá að fara
þar líður mér best, þar kann ég við flest allt
við flest allt
og slaka á
uppspretta er yndis alla leið
útvarpið í sjálfrennireið
er ekki kominn tími á að brеgða sér frá
gefa sér tíma og hræra í smá
bílalest út úr bænum
– héðan í einum grænum?
er еkki kominn tími á að bregða sér frá
fara og reyna að slaka aðeins á
í bílalest út úr bænum
– með blakandi tungu í blænum?
er ekki kominn tími á að bregða sér frá
gefa sér tíma og hræra í smá
bílalest út úr bænum
– héðan í einum grænum?
er ekki kominn tími á að bregða sér frá
fara og reyna að slaka aðeins á
á hóflegum hraða ég vil fá að fara
þar líður mér best, þar kann ég við flest allt
við flest allt
og slaka á
Random Song Lyrics :
- deep southern hymn - mc tweeza lyrics
- who knew? - moontower lyrics
- red - 白鲨jaws (bai sha jaws) lyrics
- was wäre wenn - luca noel lyrics
- ride the wave - xionun lyrics
- converse street - enormous lyrics
- discipline (punish then) - borghesia lyrics
- sheestyle1 - amberlicious lyrics
- aaa - bhz lyrics
- how much we would grow - calum bowie lyrics