lirikcinta.com
a b c d e f g h i j k l m n o p q r s t u v w x y z 0 1 2 3 4 5 6 7 8 9 #

kveð - mc bjór lyrics

Loading...

[verse]
mc bjöllarinn babý
fæstir þekkja nafnið
ef þér líka plötur
ættiru að renna yfir safnið
taktfastur prófastur
líka lundi skundi
einnig hrosti þegar
svo í er mér lundinn
og svo langintes
er ég kíki í recsessh uppá nes
fyrst var bara glóð
en svo kom bál er ég blés
og útunga textum
þeim allra bestu
alltaf vel staflað af töktum
og djúsí versum
1,2, 6 og ég dýfist eins og kex
apaskottið líka þegar bræðin í mér vex
8 fimm og ég hakka niður k!llerinn
jói spói en hvar er núna nillin minn?
hrosti er ég hamra hrauni yfir upptökutæki
óli sígó þegar ég hósta yfir mækinn
krullenmann er ég fór í tölvubann
með ákavítinu hratt niður það rann
hástafir því ég kann ekki að skrifa litla
þú bara við þig fitlar, færð þér lykla
meðan ég í saumakörfunni er flokkandi hnykkla
ávallt rímum að sparka og alltaf að sprikla
allt verður að vera í réttum litum
því alltaf sundur og samann sömplinn við brytjum
trommuheilans vitjum
er við setjum samann taktanna
judge dredd með dredd og dredda
eins og rastafar
audio pedro og teknóbert
þú þekkir stílinn vil það kolsvart og stеrkt
líka loðinn gúrú er ég rakaði inn kúlur
þó að það sé kalt
geng ég aldrei mеð húfu

[viðlag]
ég vil bara segja aðeins frá
svo vinsamlegast
farið frá
gefið mér smá rými
er ég snýti mínu rími
aldrei nægur tími
ég vil bara flytja ykkur ljóð
bölvað hrafnaspark og sjaldnast góð
og ég viðurkenni vísnaskort
þótt ég striti og riti
því ekkert hef ég ort
og allra síst af viti

[viðlag]
atsjú, ái og ég afmeyja mækinn
flestum á fróninu fremri
ábyrgur og skildurækinn
en plötunni er lokið
vona að þú sért ekki kominn með í kokið
að þú þurfir að æla
vildi bara segja nokkrar sögur
útskýra hvað ég er að pæla
ég vildi bara deila svo margt að gerast í mínum heila
að ef ég tappa ekki af þá mun hann springa
svo afsakaðu rausið og sé alltaf að syngja
velvirtu blankheitin, því ávallt létt er pyngja
en alltaf til í nokkur spor og glösum að klyngja
óþarflega djarfur við skálina
en þú veist, það hressir í mér sálina
kitlar málbeinið
ég geri
en þið reinið
þið þegið
ég segi
ryð á braut
öllum hindrunum úr vegi
mín verðlaun
munu vera sigurveginn
flónið eyðir öllum tímanum
fastur í símanum
ég eyði öllum stundum
með nefið óní bók
að hlúa að rímunum
töpum sönsum
týnum tímanum
ef þú ert að leita að mc bjór
er hann svífandi í skýjunum

[viðlag]
ég vil bara segja aðeins frá
svo vinsamlegast
farið frá
gefið mér smá rými
er ég snýti mínu rími
aldrei nægur tími
ég vil bara flytja ykkur ljóð
bölvað hrafnaspark og sjaldnast góð
og ég viðurkenni vísnaskort
þótt ég striti og riti
því ekkert hef ég ort
og allra síst af viti

Random Song Lyrics :

Popular

Loading...