lirikcinta.com
a b c d e f g h i j k l m n o p q r s t u v w x y z 0 1 2 3 4 5 6 7 8 9 #

skuldaólin - jónas sigurðsson lyrics

Loading...

ég man ekki hver það var
sem lagði af stað
þekki ekki lengur sjálfan mig
villtist einhvern vegin út á hlið
á skjön við það
sem ég ætlaði mér alltaf að vera

nú sit ég einn á skrifstofunni
klukkan fyrir löngu orðin sjö
heima sitja saklaus börnin tvö
og spá í það
hvenær pabbi vilji eitthvað með þeim vera

og ég bíð og ég bíð og ég bíð
kannski munu þessar skuldir borga sig sjálfar ef ég bíð

og ég bíð
kannski bíð ég af mér lífið inn á skrifstofunni alla hunds og kattartíð
ég bið um frið fyrir þessum endalausu víxlum og veseni

en það gengur allt það sama, allt það sama, allt það sama
og hverjum er ekki sama um þetta sama!

nú æsast leikar á skrifstofunni
fylla þarf út skýrslu númer sjö
og hefta við það fylgiskjölin tvö
til marks um það
hvaða ávexti gæðastjórnunargreiningarferlið hefur verið að bera

og ég bíð og ég bíð og ég bíð
kannski munu þessar skýrslur skrifa sig sjálfar ef ég bíð

og ég bíð
kannski bíð ég af mér lífið inn á skrifstofunni alla hunds og kattartíð
ég bið um frið fyrir þessum endalausu skýrslum og skrifræði

en það gengur allt það sama, allt það sama, allt það sama

það gengur allt það sama

um háls herðist skuldsetningarólin

og þá er skjólsælt við skrifstofustólinn

Random Song Lyrics :

Popular

Loading...