lirikcinta.com
a b c d e f g h i j k l m n o p q r s t u v w x y z 0 1 2 3 4 5 6 7 8 9 #

manndráp af gáleysi - elín hall lyrics

Loading...

[erindi 1]

flísar upp baðherbergið
þú stóðst í gættinni var um þig
hvernig ertu aftur með blóðnasir?

kvíða, þú kennir því um
og ég þurrka blóðið með ermunum
og lofa þér lyktin hún náist úr

[viðlag]

en ég veit það er satt
að við fórum of hratt
og ég hefði átt að stoppa það mun fyrr
en ég hafði ekki þor
bara plástur og spor
er þú sagðir mér að fara til helvítis
fyrir að hafa elskað þig

[erindi 2]

þú auglýstir opið hús aftur í dag
og ég hengdi í gluggana plastpoka
og pírði út á götu eins og morðingi
hryggbrot og skyndikynni
ég býttaði á sakleysi og ást þinni
þú kallar það manndráp af gáleysi

[viðlag]

en ég veit það er satt
að við fórum of hratt
og ég hefði átt að stoppa það mun fyrr
en ég hafði ekki þor
bara plástur og spor
og ég veit ég mun fara til helvítis
fyrir að hafa elskað þig

[outro]

var það vægðarlaus friðþæging eða ákall
að segjast vilja ekki muna mig sem áfall?
það fylgir mér eins og dómur
húð þín, líkami og rómur
andi minn tómur

Random Song Lyrics :

Popular

Loading...